Innlent

Þorsteinn ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Anton Egilsson skrifar
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson right
Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps í Suður-Þingeyjasýslu en hann tekur við stöðunni af Jóni Óskari Péturssyni. Alls sóttust 23 eftir sveitarstjórastólnum en það var ráðningaþjónustan Capacent sem hafði umsjón með úrvinnslu umsókna.

Þorsteinn sem er fimmtugur starfaði seinast hjá Grindavíkurbæ sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs en þar áður hafði hann gegnt stöðu upplýsinga- og þjónustufulltrúa bæjarins. Þá starfaði hann lengi vel á vettvangi fjölmiðla og er mörgum kunnur sem íþróttafréttamaður á Sýn og seinna Stöð 2 sport.

Hann hefur lokið meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í opinberri stjórnsýslu en hefur auk þess stundað nám í fjölmiðlafræði og upplýsingatækni.

Þorsteinn er kvæntur Rósu Signý Baldursdóttir grunnskólakennara og eiga þau saman þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×