Baggalútur reif inn 90 milljónir fyrir hádegi Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 14:16 Miðar á jólatónleika Baggalúts rjúka út eins og heitar lummur. Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels