Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Ásgeir Erlendsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. september 2016 19:56 Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð.
Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18