Innlent

Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fékk Sigmundur 170 atkvæði
Fékk Sigmundur 170 atkvæði Vísir/ Jói K.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar.

Sigmundur Davíð bauð sig fram í fyrsta sæti listans, en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið.

Fékk Sigmundur 170 atkvæði, Þórunn 39 atkvæði, Höskuldur 24 atkvæði og Líneik 2.

Kjördæmaþingið fer nú fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit en reiknað er með að um 250 manns hafi sótt kjördæmaþingið.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem fékk tvö atkvæði í kosningunni, lýsti því yfir að hún myndi ekki sækjast eftir öðru sætinu og Hjálmar Bogi Hafliðason, sem sóttist eftir öðru sætinu, gerði slíkt hið sama. Var því Þórunn Egilsdóttir sjálfkjörinn í það sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×