„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 19:45 Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira