„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 19:45 Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira
Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira