Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 11:20 Ríki og sveitarfélög leggja fram 120 milljarða í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna til að fjármagna framtíðarskuldbindingar sjóðanna. vísir/friðrik þór Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira