Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 11:20 Ríki og sveitarfélög leggja fram 120 milljarða í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna til að fjármagna framtíðarskuldbindingar sjóðanna. vísir/friðrik þór Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira