Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 11:20 Ríki og sveitarfélög leggja fram 120 milljarða í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna til að fjármagna framtíðarskuldbindingar sjóðanna. vísir/friðrik þór Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira