Dóra Sif fram fyrir Viðreisn: „Þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta“ Atli ísleifsson skrifar 1. september 2016 10:40 Dóra Sif Tynes hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Vísir/GVA Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39
Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06