Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 21:06 Jóna Sólveig Elínardóttir Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram. X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram.
X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent