Innlent

Fín norðurljósaspá næstu daga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í Breiðholti í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin í Breiðholti í gærkvöldi. mynd/helga gísladóttir
Norðurljós sáust víðast hvar á landinu í gærkvöldi og gera má ráð fyrir að þau muni halda áfram að leyfa fólki að njóta nærveru þeirra á næstu dögum. Norðurljósatímabilið er hafið, en það hefst í ágúst/september og stendur yfir fram í apríl/maí.

„Það geta verið ágætis líkur á norðurljósum næstu daga, helst þá annað kvöld og aftur á laugardagskvöld. Það er nokkuð sem heitir kórónugeil, sem er gat í kórónu sólarinnar, sem er að dæla til okkar efni sem eru væntanleg til okkar eftir svona einn til tvo daga,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld verði norðurljósavirkni talsverð en þar er hægt að sjá skýjahulu- og norðurljósaspá nokkra daga fram í tímann.

Fjölmargir birtu myndir af sjónarspilinu í gærkvöldi og leiða má að því líkum að norðurljósin hafi glatt ferðamenn hér á landi sérstaklega.

Nokkrar myndir má sjá hér fyrir neðan og þá má lesa um fyrrnefnd kórónugeil á vefsíðu Stjörnufræðivefjarins.

A photo posted by @jiro3624 on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×