Fótbolti

Kári: EM er geymt en ekki gleymt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Það er lítið annað að gera en að halda áfram. EM er geymt en ekki gleymt en við lifum ekkert lengur á því. Við ætlum að komast á HM og það er næsta markmið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kári Árnason í samtali við Arnar Björnsson í Kiev.

Kári er á sínum stað í íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu á Ólympíuleikvanginum í Kiev á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur íslensku strákanna í undankeppni HM 2018.

„Það er ekkert annað í stöðunni en að leggja þetta upp eins og við höfum gert. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og ef það heppnast vinnum við alla leiki,“ sagði Kári.

„Við tökum bara einn leik fyrir í einu og förum ekkert fram úr sjálfum okkur.“

Andrúmsloftið á Ólympíuleikvanginum verður eflaust svolítið sérstakt á mánudaginn þar sem engir áhorfendur verða á vellinum vegna óláta stuðningsmanna Úkraínu í undankeppni EM.

„Það verða engir stuðningsmenn en það hefðu eflaust fáir komið frá Íslandi til Úkraínu. Þetta ætti að vera okkur í vil,“ sagði Kári.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×