Fótbolti

Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danir byrja undankeppni HM 2018 vel en þeir lögðu Armeníu, 1-0, í fyrsta leik liðanna. Leikið var á Parken í Kaupmannahöfn.

Heimamenn fengu óskabyrjun því Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skoraði fyrir heimamenn  með góðu skoti úr teignum á 17. mínútu.

Eriksen fékk dauðafæri til að auka forskot Danmerkur á 71. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna. Viktor Fischer féll þá í teignum eftir samstuð við Hovhannes Hambardzumyan.

Eriksen fór á punktinn en brenndi af en til allrar hamingju fyrir hann kom það ekki að sök því Danir héldu hreinu og lönduðu 1-0 sigri.

Þessi lið eru í riðli með Kasakstan og Pólland, sem mættust á sama tíma og skildu óvænt jöfn, 2-2, og Möltu og Skotlandi sem mætast í kvöld.

Markið og vítaklúðrið hjá Eriksen má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Markalaust í Prag

Ekkert mark var skorað þegar Tékkland og N-Írland mættust í Prag í undankeppni HM 2018 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×