Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2016 07:00 Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt öllum sem reka spilakassa. Málið verður tekið fyrir í þessum mánuði. vísir/anton brink Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00
Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10