Kári segir að Þorgerður Katrín hefði verið öruggari með að skipta um nafn heldur en flokk Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2016 10:08 Þorgerður Katrín fær að finna fyrir penna Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í dag. Vísir/Pjetur/Vilhelm „Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann beinir sjónum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og nú frambjóðanda Viðreisnar. Þar telur hann að það hefði verið betra fyrir Þorgerði Katrínu að skipta um nafn frekar en að skipta um flokk, en fyrr í vikunni tilkynnti Þorgerður að hún og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, væru gengin til liðs við Viðreisn. „Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegna tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík,“ segir Kári. Hann gefur sér að Þorgerður Katrín vonist til að með þessari breytingu taki fólk ekki eftir að hún sé hún og haldi að hún sé einhver önnur. „Og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér.“ Hann segir ekki víst að þessi aðferð muni ná til kjósenda og að öruggara hefði verið fyrir hana að breyta um nafn í stað flokks. „Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.“ Tengdar fréttir Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52 Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46 Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann beinir sjónum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og nú frambjóðanda Viðreisnar. Þar telur hann að það hefði verið betra fyrir Þorgerði Katrínu að skipta um nafn frekar en að skipta um flokk, en fyrr í vikunni tilkynnti Þorgerður að hún og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, væru gengin til liðs við Viðreisn. „Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegna tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík,“ segir Kári. Hann gefur sér að Þorgerður Katrín vonist til að með þessari breytingu taki fólk ekki eftir að hún sé hún og haldi að hún sé einhver önnur. „Og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér.“ Hann segir ekki víst að þessi aðferð muni ná til kjósenda og að öruggara hefði verið fyrir hana að breyta um nafn í stað flokks. „Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.“
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52 Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46 Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52
Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46
Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00