Staða ungs fólks hefur versnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2016 20:15 Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi. Alþingi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi.
Alþingi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira