Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Kristín Einarsdóttir er leikskólastjóri Miðborgar sem er meðal annars með starfsemi í Lindarborg í Lindargötu. Vísir/hanna „Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?