Fá bætur frá Primera Air ári eftir sólarhringsferðina frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 12:52 Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi í ágúst í fyrra. Um 150 farþegar um borð í flugi Primera Air frá Tenerife til Íslands í ágúst í fyrra eiga von á 400 evrum, um 52 þúsund íslenskum krónum, í skaðabætur vegna tafa sem urðu á ferðalagi þeirra heim úr sólinni á Spáni. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Samgöngustofu frá því í desember þess efnis. Töluvert hefur verið fjallað um ferðalagið í fjölmiðlum en ferðalagið, sem átti að taka fimm klukkustundir, tók sólarhring en millilenda þurfti á Írlandi þar sem farþegar urðu að dvelja um nóttina. Primera Air hélt því staðfastlega fram að ekki þyrfti að greiða farþegum bætur þar sem félagið hefði gert allar mögulegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að seinkunin yrði. Bergur Þór Benjamínsson, einn farþeganna þennan sólarhring, hefur gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu undanfarnar vikur og fagnar niðurstöðunni. Á morgun verður liðið eitt ár frá ferðalaginu frá Tenerife til Íslands. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar og einn farþeganna í flugi Primera Air.Það gerist ekkert sjálfkrafa„Þetta eru auðvitað rosalega langur tími,“ segir Bergur. Þar spili inn í sá tími sem Primera Air tók í að ákveða að kæra úrskurð Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins og jafnframt sumarfrí. Hann hafi tekið að sér að ganga á eftir málunum og fékk loks svör í morgun.„Maður er með ríka réttlætiskennd og þetta var spark í hana,“ segir Bergur. Tveir farþeganna kærðu Primera Air til Samgöngustofu en reikna má með því að málið verði fordæmisgefandi fyrir aðra farþega í vélinni. Bergur reiknar þó ekki með öðru en að fólk þurfi, hvert fyrir sig, að leita til Primera Air og krefjast bóta.„Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur. Hann segir óvíst hver upphæðin verði en Samgöngustofa þurfi að meta gengi þeirra 400 evra sem flugfélagið eigi að gera. Króna hefur styrkst gagnvart evrunni undanfarið ár en 400 evrur voru um 60 þúsund krónur í fyrra en rúmar 52 þúsund krónur í dag.Primera Air taldi sig ekki þurfa að greiða bætur en Samgöngustofa er á öðru máli.Áhöfnin hafði unnið of lengiÍ bréfi sem Primera Air sendi farþegum kom fram að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins.Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk.Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Reikna má með því að staðfesting innanríkisráðuneytisins verði birt á næstu dögum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Um 150 farþegar um borð í flugi Primera Air frá Tenerife til Íslands í ágúst í fyrra eiga von á 400 evrum, um 52 þúsund íslenskum krónum, í skaðabætur vegna tafa sem urðu á ferðalagi þeirra heim úr sólinni á Spáni. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Samgöngustofu frá því í desember þess efnis. Töluvert hefur verið fjallað um ferðalagið í fjölmiðlum en ferðalagið, sem átti að taka fimm klukkustundir, tók sólarhring en millilenda þurfti á Írlandi þar sem farþegar urðu að dvelja um nóttina. Primera Air hélt því staðfastlega fram að ekki þyrfti að greiða farþegum bætur þar sem félagið hefði gert allar mögulegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að seinkunin yrði. Bergur Þór Benjamínsson, einn farþeganna þennan sólarhring, hefur gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu undanfarnar vikur og fagnar niðurstöðunni. Á morgun verður liðið eitt ár frá ferðalaginu frá Tenerife til Íslands. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar og einn farþeganna í flugi Primera Air.Það gerist ekkert sjálfkrafa„Þetta eru auðvitað rosalega langur tími,“ segir Bergur. Þar spili inn í sá tími sem Primera Air tók í að ákveða að kæra úrskurð Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins og jafnframt sumarfrí. Hann hafi tekið að sér að ganga á eftir málunum og fékk loks svör í morgun.„Maður er með ríka réttlætiskennd og þetta var spark í hana,“ segir Bergur. Tveir farþeganna kærðu Primera Air til Samgöngustofu en reikna má með því að málið verði fordæmisgefandi fyrir aðra farþega í vélinni. Bergur reiknar þó ekki með öðru en að fólk þurfi, hvert fyrir sig, að leita til Primera Air og krefjast bóta.„Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur. Hann segir óvíst hver upphæðin verði en Samgöngustofa þurfi að meta gengi þeirra 400 evra sem flugfélagið eigi að gera. Króna hefur styrkst gagnvart evrunni undanfarið ár en 400 evrur voru um 60 þúsund krónur í fyrra en rúmar 52 þúsund krónur í dag.Primera Air taldi sig ekki þurfa að greiða bætur en Samgöngustofa er á öðru máli.Áhöfnin hafði unnið of lengiÍ bréfi sem Primera Air sendi farþegum kom fram að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins.Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk.Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Reikna má með því að staðfesting innanríkisráðuneytisins verði birt á næstu dögum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00