Innlent

Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á kjördæmisþinginu í kvöld en hér er hann í pontu á flokksþingi Framsóknar í fyrra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á kjördæmisþinginu í kvöld en hér er hann í pontu á flokksþingi Framsóknar í fyrra. vísir/ernir
Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin og þá fer fram málefnavinna fyrir stefnu flokksins.

Kjördæmisþing var haldið í Suðvesturkjördæmi í kvöld og var tillaga um flokksþing samþykkt þar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þar með hafa þrjú kjördæmisþing samþykkt slíka tillögu en um liðna helga samþykktu kjördæmisþing í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi tillögu um að flýta flokksþingi.

„Já, það var samþykkt að flýta flokksþingi og þá var ákveðið á þessum fundi að viðhafa uppstillingu á lista í kjördæminu fyrir kosningar,“ segir Hildur Helga Gunnarsdóttir formaður kjördæmissambands Suðvesturkjördæmis.

Á fundinum kom jafnframt fram að þau Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson þingmaður gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.


Tengdar fréttir

Flokksþing veltur á Kragamönnum

Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré




Fleiri fréttir

Sjá meira


×