Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2016 14:45 Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beytti skyndihjálp á vin sinn í porti við spilastofuna Fredda í miðbænum. Vísir/Hanna Lögregla hefur átt í vandræðum með að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranótt sunnudags að þegar ungur maður lést og annar missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti. Sá fyrrnefndi fannst látinn á heimili sínu. Grunur leikur á því að mennirnir tveir, sem voru vinir, hafi neytt lyfsins fentanýl um kvöldi. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að rapparinn Gísli Pálmi hefði beitt skyndihjálp á umræddan vin í portinu við Fredda og héldu sjúkraliðar uppteknum hætti þegar þeir komu á vettvang. Komst maðurinn til meðvitundar og var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnudeginum. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að rætt hafi verið við aðila bæði í gær og í dag. Erfiðlega gangi að finna vitni. Gísli Pálmi var vinur beggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Gísli Pálmi með báðum mönnunum fyrr um kvöldið, var sá er missti meðvitund meðal annars með honum á sviði á tónleikum fyrr um kvöldið. Gísli Pálmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en hann mun vera staddur erlendis. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögregla ekki yfirheyrt hann enn sem komið er. Athygli vekur að lögreglu hefur reynst erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranætur sunnudags en fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur. Er um kunnuglegt stef að ræða er við kemur alvarlegum atburðum tengdum fíkniefnaneyslu. Foreldrar stúlku sem lést af margföldum dauðaskammti Mollý, eða MDMA, í nóvember fyrir tæpum þremur árum hafa enn engar upplýsingar fengið frá þeim sem voru með henni umrætt skipti. Þó var um fjölmennt partý að ræða. Faðir stúlkunnar hefur meðal annars stigið fram og biðlað til Gísla Pálma að upplýsa hvað gerðist en stúlkan fannst látin á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Gísli Pálmi vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi í júní síðastliðnum.Viðtal við föðurinn má sjá hér að neðan. Sem fyrr segir leikur grunur á því að mennirnir, sá sem lést og sá sem varð meðvitundarlaus á Menningarnótt, hafi báðir neytt fentanýls umrætt kvöld. Tvö dauðsföll hér á landi á árinu, að frátöldu því sem varð á sunnudaginn, má rekja til fentanýls. Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum.VÍSIR Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Runólfur hjá fíkniefnadeild lögreglu segir rannsókn beggja mála í fullum gangi. Tengdar fréttir Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Lögregla hefur átt í vandræðum með að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranótt sunnudags að þegar ungur maður lést og annar missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti. Sá fyrrnefndi fannst látinn á heimili sínu. Grunur leikur á því að mennirnir tveir, sem voru vinir, hafi neytt lyfsins fentanýl um kvöldi. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að rapparinn Gísli Pálmi hefði beitt skyndihjálp á umræddan vin í portinu við Fredda og héldu sjúkraliðar uppteknum hætti þegar þeir komu á vettvang. Komst maðurinn til meðvitundar og var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnudeginum. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að rætt hafi verið við aðila bæði í gær og í dag. Erfiðlega gangi að finna vitni. Gísli Pálmi var vinur beggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Gísli Pálmi með báðum mönnunum fyrr um kvöldið, var sá er missti meðvitund meðal annars með honum á sviði á tónleikum fyrr um kvöldið. Gísli Pálmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en hann mun vera staddur erlendis. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögregla ekki yfirheyrt hann enn sem komið er. Athygli vekur að lögreglu hefur reynst erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranætur sunnudags en fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur. Er um kunnuglegt stef að ræða er við kemur alvarlegum atburðum tengdum fíkniefnaneyslu. Foreldrar stúlku sem lést af margföldum dauðaskammti Mollý, eða MDMA, í nóvember fyrir tæpum þremur árum hafa enn engar upplýsingar fengið frá þeim sem voru með henni umrætt skipti. Þó var um fjölmennt partý að ræða. Faðir stúlkunnar hefur meðal annars stigið fram og biðlað til Gísla Pálma að upplýsa hvað gerðist en stúlkan fannst látin á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Gísli Pálmi vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi í júní síðastliðnum.Viðtal við föðurinn má sjá hér að neðan. Sem fyrr segir leikur grunur á því að mennirnir, sá sem lést og sá sem varð meðvitundarlaus á Menningarnótt, hafi báðir neytt fentanýls umrætt kvöld. Tvö dauðsföll hér á landi á árinu, að frátöldu því sem varð á sunnudaginn, má rekja til fentanýls. Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum.VÍSIR Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Runólfur hjá fíkniefnadeild lögreglu segir rannsókn beggja mála í fullum gangi.
Tengdar fréttir Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53
Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00