Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:15 Leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. Grafík/Garðar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“ Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35