Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira