Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira