Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira