Lífið

Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er væntanlega nóg að gera hjá Ísa þessa dagana.
Það er væntanlega nóg að gera hjá Ísa þessa dagana. vísir
„Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live. Fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum í Kórnum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi.

Ísleifur segir að viðræðurnar hafi farið nokkuð hægt af stað á sínum tíma og hafi til að myndað þurft að hækka tilboð sitt til að fá listamanninn til landsins.

„Við fórum síðan til L.A. og hittum umboðsmann hans og áttum mjög góðan fund. Eftir þann fund þurftum við að endurreikna allt. Síðan 7. desember, tveimur dögum áður en tilkynna átti allan Evróputúrinn kom póstur frá þeim þar sem stóð bara; „are you ready to go?“

Hann segir að tveimur dögum síðan hafi Sena tilkynnt tónleikana og ellefu dögum síðar hafi miðasalan farið af stað. Hér má sjá viðtalið við Ísleif.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×