Lífið

Setti saman hjartnæmt myndband um grjóthörðu pólsku stelpuna sína úr Fellunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Lára með kórónuna eftirsóttu. Hún keppir fyrir hönd Íslands í Miss World í desember.
Anna Lára með kórónuna eftirsóttu. Hún keppir fyrir hönd Íslands í Miss World í desember. Mynd/Bent Marinósson
Anna Lára Orlowska kom, sá og sigraði í keppninni Ungfrú Ísland 2016 sem fram fór í Hörpu á laugardagskvöldið. Anna Lára keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World í Washington DC í desember.Fegurðardrottningin sagði í viðtali við Vísi í gær að hún hefði hræðst gagnrýnina sem fylgir keppninni á hverju ári. Hún hafi forðast að hlusta og skoða gagnrýni sem sneri að keppninni„Fólk á að mega gera það sem það vill án þess að þurfa að vera hrætt við að einhverjir aðrir séu að fara að setja út á það eða dæma. Maður verður að fylgja hjartanu, kýla á það og gera sitt besta. Þá gerast svona hlutir,“ sagði Anna Lára.Hún þakkaði fólkinu í lífi sínu kærlega fyrir stuðninginn á Facebook í gær.


Meðal þeirra sem standa þétt við bak Önnu Láru er kærasti hennar, Nökkvi Fjalar Orrason. Nökkvi, sem er þekktastur sem einn af strákunum í Áttunni, setti saman hjartnæmt myndband í tilefni af sigri Önnu Láru um helgina.Þar segir Nökkvi meðal annars frá því hve stoltur hann sé af grjóthörðu pólsku stelpunni sinni úr Fellunum. Stundvísi og trú á sjálfri sér hafi skilað henni titlinum og ljóst er að Nökkvi er afar stoltur af árangri betri helmingsins.Myndbandið sem Nökkvi setti saman má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.