Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 13:45 Dilma Rousseff í þingsal öldungadeildar brasilíska þingsins fyrr í dag. Vísir/AFP Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira