Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 13:45 Dilma Rousseff í þingsal öldungadeildar brasilíska þingsins fyrr í dag. Vísir/AFP Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti. Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti.
Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira