Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 21:05 Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14