Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 21:05 Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14