Sterkasti maður heims: Hafþór flaug í úrslitin með heimsmeti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 16:57 Hafþór Júlíus heldur uppi heiðri Íslendinga í keppninni um sterkasta mann heims. Vísir/Samsett Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til. Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til.
Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira