Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar ÞÞ og GAG skrifar 5. ágúst 2016 19:06 Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31
Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13