Ísland án forseta á miðnætti Ásgeir Erlendsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lætur af embætti á miðnætti. Þá fara handhafar forsetavalds með forsetavald fram að innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embættið síðdegis á morgun. Embættistakan mun fara fram samkvæmt hefðum og venjum en vonast er til að almenningur mæti á Austurvöll og fagni nýjum forseta. Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins við hátíðlega athöfn síðdegis á morgun. Frá miðnætti í kvöld þar til Guðni verður settur í embætti í Alþingishúsinu fara handhafar forsetavalds með forsetavald en þeir bjóða til embættistökunnar á morgun. Hátíðin hefst klukkan 16 með helgistund í Dómkirkjunni en þaðan er gengið í Alþingishúsið þar sem forseti Hæstaréttar gefur út kjörbréf og staðfestir niðurstöðu forsetakosninganna. Ragnhildur Arnórsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að allt sé nú til reiðu enda hefur skipulagning staðið yfir undanfarnar vikur. „Handhafar forsetavalds bjóða til athafnarinnar. Það eru þeirra starfsmenn og fjölmargir aðrir, bæði opinberir starfsmenn og einkaaðilar sem hafa verið að undirbúa þetta undanfarnar vikur.“Samkvæmt venjum og hefðum. Venju samkvæmt skipta hefðir miklu máli í embættistöku forseta. Ragnhildur segir embættistökuna skipta mestu máli en hún hefur nær alltaf verið eins. „Hún hefur verið það nema í fyrsta skipti þegar Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi til árs.“ Eftir að Guðni Th. Jóhannesson verður formlega orðinn sjötti forseti lýðveldisins mun hann stíga á svalir Alþingishússins og minnast fósturjarðarinnar en vonast er til að góð mæting verði á Austurvelli á morgun á morgun en risaskjá verður komið upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni. Ólafur Ragnar á einungis nokkra klukkutíma eftir í embætti og ljóst að lífið eftir að nýr forseti hefur tekið við verður þónokkuð frábrugðið því sem verið hefur. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lætur af embætti á miðnætti. Þá fara handhafar forsetavalds með forsetavald fram að innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embættið síðdegis á morgun. Embættistakan mun fara fram samkvæmt hefðum og venjum en vonast er til að almenningur mæti á Austurvöll og fagni nýjum forseta. Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins við hátíðlega athöfn síðdegis á morgun. Frá miðnætti í kvöld þar til Guðni verður settur í embætti í Alþingishúsinu fara handhafar forsetavalds með forsetavald en þeir bjóða til embættistökunnar á morgun. Hátíðin hefst klukkan 16 með helgistund í Dómkirkjunni en þaðan er gengið í Alþingishúsið þar sem forseti Hæstaréttar gefur út kjörbréf og staðfestir niðurstöðu forsetakosninganna. Ragnhildur Arnórsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að allt sé nú til reiðu enda hefur skipulagning staðið yfir undanfarnar vikur. „Handhafar forsetavalds bjóða til athafnarinnar. Það eru þeirra starfsmenn og fjölmargir aðrir, bæði opinberir starfsmenn og einkaaðilar sem hafa verið að undirbúa þetta undanfarnar vikur.“Samkvæmt venjum og hefðum. Venju samkvæmt skipta hefðir miklu máli í embættistöku forseta. Ragnhildur segir embættistökuna skipta mestu máli en hún hefur nær alltaf verið eins. „Hún hefur verið það nema í fyrsta skipti þegar Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi til árs.“ Eftir að Guðni Th. Jóhannesson verður formlega orðinn sjötti forseti lýðveldisins mun hann stíga á svalir Alþingishússins og minnast fósturjarðarinnar en vonast er til að góð mæting verði á Austurvelli á morgun á morgun en risaskjá verður komið upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni. Ólafur Ragnar á einungis nokkra klukkutíma eftir í embætti og ljóst að lífið eftir að nýr forseti hefur tekið við verður þónokkuð frábrugðið því sem verið hefur.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira