Ísland án forseta á miðnætti Ásgeir Erlendsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lætur af embætti á miðnætti. Þá fara handhafar forsetavalds með forsetavald fram að innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embættið síðdegis á morgun. Embættistakan mun fara fram samkvæmt hefðum og venjum en vonast er til að almenningur mæti á Austurvöll og fagni nýjum forseta. Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins við hátíðlega athöfn síðdegis á morgun. Frá miðnætti í kvöld þar til Guðni verður settur í embætti í Alþingishúsinu fara handhafar forsetavalds með forsetavald en þeir bjóða til embættistökunnar á morgun. Hátíðin hefst klukkan 16 með helgistund í Dómkirkjunni en þaðan er gengið í Alþingishúsið þar sem forseti Hæstaréttar gefur út kjörbréf og staðfestir niðurstöðu forsetakosninganna. Ragnhildur Arnórsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að allt sé nú til reiðu enda hefur skipulagning staðið yfir undanfarnar vikur. „Handhafar forsetavalds bjóða til athafnarinnar. Það eru þeirra starfsmenn og fjölmargir aðrir, bæði opinberir starfsmenn og einkaaðilar sem hafa verið að undirbúa þetta undanfarnar vikur.“Samkvæmt venjum og hefðum. Venju samkvæmt skipta hefðir miklu máli í embættistöku forseta. Ragnhildur segir embættistökuna skipta mestu máli en hún hefur nær alltaf verið eins. „Hún hefur verið það nema í fyrsta skipti þegar Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi til árs.“ Eftir að Guðni Th. Jóhannesson verður formlega orðinn sjötti forseti lýðveldisins mun hann stíga á svalir Alþingishússins og minnast fósturjarðarinnar en vonast er til að góð mæting verði á Austurvelli á morgun á morgun en risaskjá verður komið upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni. Ólafur Ragnar á einungis nokkra klukkutíma eftir í embætti og ljóst að lífið eftir að nýr forseti hefur tekið við verður þónokkuð frábrugðið því sem verið hefur. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lætur af embætti á miðnætti. Þá fara handhafar forsetavalds með forsetavald fram að innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embættið síðdegis á morgun. Embættistakan mun fara fram samkvæmt hefðum og venjum en vonast er til að almenningur mæti á Austurvöll og fagni nýjum forseta. Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins við hátíðlega athöfn síðdegis á morgun. Frá miðnætti í kvöld þar til Guðni verður settur í embætti í Alþingishúsinu fara handhafar forsetavalds með forsetavald en þeir bjóða til embættistökunnar á morgun. Hátíðin hefst klukkan 16 með helgistund í Dómkirkjunni en þaðan er gengið í Alþingishúsið þar sem forseti Hæstaréttar gefur út kjörbréf og staðfestir niðurstöðu forsetakosninganna. Ragnhildur Arnórsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að allt sé nú til reiðu enda hefur skipulagning staðið yfir undanfarnar vikur. „Handhafar forsetavalds bjóða til athafnarinnar. Það eru þeirra starfsmenn og fjölmargir aðrir, bæði opinberir starfsmenn og einkaaðilar sem hafa verið að undirbúa þetta undanfarnar vikur.“Samkvæmt venjum og hefðum. Venju samkvæmt skipta hefðir miklu máli í embættistöku forseta. Ragnhildur segir embættistökuna skipta mestu máli en hún hefur nær alltaf verið eins. „Hún hefur verið það nema í fyrsta skipti þegar Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi til árs.“ Eftir að Guðni Th. Jóhannesson verður formlega orðinn sjötti forseti lýðveldisins mun hann stíga á svalir Alþingishússins og minnast fósturjarðarinnar en vonast er til að góð mæting verði á Austurvelli á morgun á morgun en risaskjá verður komið upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni. Ólafur Ragnar á einungis nokkra klukkutíma eftir í embætti og ljóst að lífið eftir að nýr forseti hefur tekið við verður þónokkuð frábrugðið því sem verið hefur.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira