Skiptir öllu að hafa trú á sjálfri sér Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2016 09:00 Glowie er spennt fyrir frumsýningu myndbandsins sem verður á KEX Hostel annað kvöld. Mynd/Hanna Á morgun mun söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, gefa út tónlistarmynd við lagið „No Lie“ sem hefur ómað á flestum útvarpsstöðvum landsins í allt sumar. Eins og allt annað sem Glowie gerir hefur lagið slegið í gegn en hún heldur upp á það með því að gefa út sitt allra stærsta myndband til þessa. „Það er heilmikil vinna sem er búin að fara í þetta. Ég fékk hugmyndina þegar við vorum að semja lagið. Þetta er algjört draumamyndband fyrir mig, retróstíll og mjög sumarlegt. Ég vildi sýna minn stíl og hver ég er.“ Saga Sig leikstýrir tónlistarmyndbandinu en Glowie segir samstarfið hafa gengið vel þar sem þær voru nánast sammála í einu og öllu. „Það var æðislegt að vinna með Sögu. Við vorum sammála með nánast allt. Það sem við erum með svipaðan stíl þá vissi hún hvernig þetta ætti að vera og útkoman er ótrúlega flott. Myndbandið er ekki í takt við textann, enda fjallar hann um strák sem er alltaf að ljúga að mér. En í staðinn fyrir að væla um það í myndbandinu og vera væmin vildi ég frekar eiga geðveikan dag með vinkonum mínum og líta frekar út fyrir að vera of „cool“ til að hugsa um einhvern strák.“Glowie ásamt vinkonum sínum sem léku með henni í myndbandinu.Stílíseringin er ansi skemmtileg en um hana sá Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir. „Meirihlutinn af fötunum í myndbandinu koma bara beint úr fataskápnum hennar Stellu eða úr Spúútnik. Stíllinn er alveg gjörsamlega retró alla leiðina í gegn og ég fíla það ótrúlega vel. Þetta er „old school“ og töff.“ Það er óhætt að segja að Glowie hafi smalað saman sínu nánasta fólki við gerð myndbandsins en vinkonur Glowie leika með henni í myndbandinu og kærastinn hennar klippir það. „Það var fáranlega gaman að leika í myndbandinu með bestu vinkonum sínum. Svo skemmir ekki fyrir að vera að fínpússa og klára það með kærastanum.“ Afraksturinn má berja augum á Kexi Hosteli annaðkvöld klukkan 21.00 en þá verður myndbandið frumsýnt. Í framhaldinu mun Glowie og hennar teymi senda það til Bandaríkjanna á stóru plötufyrirtækin. „Ég er vongóð fyrir haustinu en ég veit að það mun aldrei neitt gerast nema ég trúi sjálf á það. Ég veit ekki hvort eitthvað gerist núna í ár eða eftir nokkur ár en ég veit að það mun einhvern tímann gerast. Ég hef trú á mér.“ Tengdar fréttir Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30 Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Á morgun mun söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, gefa út tónlistarmynd við lagið „No Lie“ sem hefur ómað á flestum útvarpsstöðvum landsins í allt sumar. Eins og allt annað sem Glowie gerir hefur lagið slegið í gegn en hún heldur upp á það með því að gefa út sitt allra stærsta myndband til þessa. „Það er heilmikil vinna sem er búin að fara í þetta. Ég fékk hugmyndina þegar við vorum að semja lagið. Þetta er algjört draumamyndband fyrir mig, retróstíll og mjög sumarlegt. Ég vildi sýna minn stíl og hver ég er.“ Saga Sig leikstýrir tónlistarmyndbandinu en Glowie segir samstarfið hafa gengið vel þar sem þær voru nánast sammála í einu og öllu. „Það var æðislegt að vinna með Sögu. Við vorum sammála með nánast allt. Það sem við erum með svipaðan stíl þá vissi hún hvernig þetta ætti að vera og útkoman er ótrúlega flott. Myndbandið er ekki í takt við textann, enda fjallar hann um strák sem er alltaf að ljúga að mér. En í staðinn fyrir að væla um það í myndbandinu og vera væmin vildi ég frekar eiga geðveikan dag með vinkonum mínum og líta frekar út fyrir að vera of „cool“ til að hugsa um einhvern strák.“Glowie ásamt vinkonum sínum sem léku með henni í myndbandinu.Stílíseringin er ansi skemmtileg en um hana sá Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir. „Meirihlutinn af fötunum í myndbandinu koma bara beint úr fataskápnum hennar Stellu eða úr Spúútnik. Stíllinn er alveg gjörsamlega retró alla leiðina í gegn og ég fíla það ótrúlega vel. Þetta er „old school“ og töff.“ Það er óhætt að segja að Glowie hafi smalað saman sínu nánasta fólki við gerð myndbandsins en vinkonur Glowie leika með henni í myndbandinu og kærastinn hennar klippir það. „Það var fáranlega gaman að leika í myndbandinu með bestu vinkonum sínum. Svo skemmir ekki fyrir að vera að fínpússa og klára það með kærastanum.“ Afraksturinn má berja augum á Kexi Hosteli annaðkvöld klukkan 21.00 en þá verður myndbandið frumsýnt. Í framhaldinu mun Glowie og hennar teymi senda það til Bandaríkjanna á stóru plötufyrirtækin. „Ég er vongóð fyrir haustinu en ég veit að það mun aldrei neitt gerast nema ég trúi sjálf á það. Ég veit ekki hvort eitthvað gerist núna í ár eða eftir nokkur ár en ég veit að það mun einhvern tímann gerast. Ég hef trú á mér.“
Tengdar fréttir Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30 Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32