Lífið

Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glowie var frábær.
Glowie var frábær. Vísir/Daníel Þór

Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2.

Hún skaust inn á sjónarsviðið síðasta sumar og þá aðeins 18 ára gömul en lagið No More naut gríðarlegrar vinsældra þá. Hún hefur mikið unnið með StopWaitGo og Stony.

Sara bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 en hún keppti fyrir hönd Tækniskólans. Lagið sem hún flutti var To make you feel my love eftir Bob Dylan. Í gær frumflutti hún nýtt lag sem hefur ekki enn fengið nafn. Virkilega vel gert hjá Glowie en hér að neðan má sjá flutninginn.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.