Innlent

Elliði Vignisson: „Um misskilning að ræða“

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elliði segir að allar upplýsingar um kynferðisbrot verði veittar eins fljótt og mögulegt er.
Elliði segir að allar upplýsingar um kynferðisbrot verði veittar eins fljótt og mögulegt er. Vísir/Óskar P. Friðriksson
„Við munum ekki bregðast við þessu nema benda þessum mönnum á að um misskilning sé að ræða,“ þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um það að fimm hljómsveitir hafi ákveðið að hætta við að spila á Þjóðhátíð nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum varðandi kynferðisbrot sem eiga sér stað á Þjóhátíð.

Sjá einnig: Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð

„Fyrsti misskilningurinn er kannski sá að Vestmannaeyjabær heldur ekki Þjóðhátíð. Annar misskilningurinn er sá að Vestmannaeyjabær kemur ekki nálægt löggæslu. Þriðji, og kannski stærsti misskilningurinn virðist vera sá að miðað við yfirlýsingar lögreglunnar í Vestmannaeyjum þá verða allar upplýsingar veittar svo fljótt sem mögulegt er. Þannig að ég átta mig ekki á hvað hægt er að gera meira,“ segir Elliði.

Elliði segir fulla ástæðu til að taka undir með þessum góðu mönnum að það þarf að gera allt sem mögulegt er til að draga úr líkunum á kynferðisbrotum og það þurfi líka að leiðrétta þennan misskilning.

„Þeir eru sjálfsagt að því með þessu, það er verið að leiðrétta þann misskilning að það er engin þöggun í gangi. Það verða, miðað við allar þær upplýsingar sem Vestmanneyjabær hefur haft, allar upplýsingar veittar eins fljótt og mögulegt er.“


Tengdar fréttir

Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo

Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×