Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2016 11:07 Fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. Hann mun aftur leggja slíka fyrirspurn fram þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48