Frestar nýjum Landspítala um 10-15 ár að byggja ekki við Hringbraut Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. júlí 2016 19:25 Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira