Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nadine Yaghi skrifar 27. júlí 2016 06:00 Lögregluyfirvöld á Íslandi vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira