Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2016 13:00 vísir/pjetur/anton Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál. Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14