Ekki næst í forystu Sjálfstæðisflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Framsóknarmenn eru ósamstiga í afstöðu sinni gagnvart því hvort kosið verði í haust eða næsta vor. fréttablaðið/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira