Ljótar pítsur á leið til Bandaríkjana Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:00 Unnar Helgi vonar að sjálfsögðu að kaninn taki vel í blómkálsbotninn. Það var í gegnum einn af kúnnum Unnars Helga hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem útrásin hófst. Vísir/Eyþór Við byrjum á einum og þeir stefna á að vera búnir að opna 30 um mitt næsta ár. Þeir ætla að byrja á að opna í Portland í Oregon,“ segir allskonarmaðurinn Unnar Helgi Daníelsson um útrás pitsustaðarins Ugly. Auk pitsustaðarins á Unnar og rekur skemmtistaðinn Dúfnahóla 10 ásamt Arnari Finni Arnarsyni og á einnig fyrirtækið Reykjavík Rocks. Reykjavík Rocks sérhæfir sig í að skemmta útlendingum, sem vill til að eru oft vel stæðir, og var það einmitt í gegnum fyrirtækið sem Unnar komst í kynni við Taylor Sause sem ólmur vill Ugly til Bandaríkjanna. Fyrir þá sem ekki vita þá er sérstaða pitsustaðarins Ugly fólgin í áður óþekktri fjölbreytni í pitsubotnum en boðið er upp á blómkáls- og kjötbotna auk hefðbundnari deig- og speltbotna. Var það kannski blómkálsbotninn sem náði athygli Bandaríkjamannsins? „Hann var kúnni hjá mér í gegnum Reykjavík Rocks og kom bara hingað sem ferðamaður. Þannig kynnist ég honum. Svo var hann forvitinn um hvað ég var að gera og ég fór að útskýra fyrir honum þessa blómkálsbotna,“ segir Unnar og heldur áfram að útskýra hvernig útrásin kom til: „Svo kom hann og skoðaði þetta fyrir tveimur mánuðum. Síðan þá hefur þetta bara gerst ótrúlega hratt.“ Ekki er langt síðan Ugly var opnað, en tveir staðir eru starfræktir á höfuðborgarsvæðinu; í Kópavogi og Grafarvogi. Stefnan er svo sett á að opna þriðja staðinn hér á landi á þessu ári en sá verður í Hafnarfirði. En á mánudaginn mun staðurinn einnig hefja samstarf sitt við kleinuhringjavagninn Dons Donuts. Stefnt er að opnun í Portland í byrjun október í gömlu verslunarhúsnæði sem breytt verður í veitingastað. Unnar Helgi er að vonum stoltur af árangrinum og hlakkar til komandi tíma. „Oftast tekur maður öllu með fyrirvara, þegar fólk er svona að segja hitt og þetta. Sérstaklega Ameríkanar. En svo er þetta bara „for real“. Ég fer út eftir tvo mánuði og hjálpa þeim að opna fyrsta staðinn,“ segir hann spenntur og segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að gera Ugly að keðju. Konsept staðarins mun að sögn eigandans haldast óbreytt en boðið verði upp á nýja vöru þarna ytra sem hann segir að sjokkera muni Íslendinga. „Ég veit ekki alveg hvort ég vil segja frá því strax. Þetta alveg nýtt hjá okkur og nýtt alls staðar og er kannski svolítið viðkvæmt fyrir marga,“ segir hann dularfullur þegar hann er inntur eftir því um hvaða nýjung er að ræða. Auk veitingastaðarins verða blómkálsbotnar framleiddir í auknu magni og seldir í heilsumatvöruverslunum. „Við erum að stefna á að gera það á Íslandi líka svo fólk geti búið til blómkálspítsu heima hjá sér án þess að þurfa að eyða hellingstíma í það,“ segir Unnar Helgi og bætir við að samkvæmt hans vitneskju verði þeir fyrstir allra í heiminum til þess að framleiða blómkálsbotna til sölu. „Ég er búinn að vera að skoða markaðinn vel, sá ekkert svona og hugsaði bara: Já ókei, þarna er ég með eitthvað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júlí. Matur Tengdar fréttir Útlendingapössun á börum borgarinnar Reykjavík Rocks tekur að sér að sinna forríkum ferðamönnum sem vita ekki aura sinna tal, en þrá að kynnast íslensku næturlífi. Bandaríkjamenn í meirihluta. 1. maí 2015 07:30 Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Arnar Finnur og Unnar Helgi hafa unnið baki brotnu undanfarna mánuði og munu nú bjóða uppá sögufrægasta partý íslandssögunnar. 9. júlí 2015 10:00 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Við byrjum á einum og þeir stefna á að vera búnir að opna 30 um mitt næsta ár. Þeir ætla að byrja á að opna í Portland í Oregon,“ segir allskonarmaðurinn Unnar Helgi Daníelsson um útrás pitsustaðarins Ugly. Auk pitsustaðarins á Unnar og rekur skemmtistaðinn Dúfnahóla 10 ásamt Arnari Finni Arnarsyni og á einnig fyrirtækið Reykjavík Rocks. Reykjavík Rocks sérhæfir sig í að skemmta útlendingum, sem vill til að eru oft vel stæðir, og var það einmitt í gegnum fyrirtækið sem Unnar komst í kynni við Taylor Sause sem ólmur vill Ugly til Bandaríkjanna. Fyrir þá sem ekki vita þá er sérstaða pitsustaðarins Ugly fólgin í áður óþekktri fjölbreytni í pitsubotnum en boðið er upp á blómkáls- og kjötbotna auk hefðbundnari deig- og speltbotna. Var það kannski blómkálsbotninn sem náði athygli Bandaríkjamannsins? „Hann var kúnni hjá mér í gegnum Reykjavík Rocks og kom bara hingað sem ferðamaður. Þannig kynnist ég honum. Svo var hann forvitinn um hvað ég var að gera og ég fór að útskýra fyrir honum þessa blómkálsbotna,“ segir Unnar og heldur áfram að útskýra hvernig útrásin kom til: „Svo kom hann og skoðaði þetta fyrir tveimur mánuðum. Síðan þá hefur þetta bara gerst ótrúlega hratt.“ Ekki er langt síðan Ugly var opnað, en tveir staðir eru starfræktir á höfuðborgarsvæðinu; í Kópavogi og Grafarvogi. Stefnan er svo sett á að opna þriðja staðinn hér á landi á þessu ári en sá verður í Hafnarfirði. En á mánudaginn mun staðurinn einnig hefja samstarf sitt við kleinuhringjavagninn Dons Donuts. Stefnt er að opnun í Portland í byrjun október í gömlu verslunarhúsnæði sem breytt verður í veitingastað. Unnar Helgi er að vonum stoltur af árangrinum og hlakkar til komandi tíma. „Oftast tekur maður öllu með fyrirvara, þegar fólk er svona að segja hitt og þetta. Sérstaklega Ameríkanar. En svo er þetta bara „for real“. Ég fer út eftir tvo mánuði og hjálpa þeim að opna fyrsta staðinn,“ segir hann spenntur og segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að gera Ugly að keðju. Konsept staðarins mun að sögn eigandans haldast óbreytt en boðið verði upp á nýja vöru þarna ytra sem hann segir að sjokkera muni Íslendinga. „Ég veit ekki alveg hvort ég vil segja frá því strax. Þetta alveg nýtt hjá okkur og nýtt alls staðar og er kannski svolítið viðkvæmt fyrir marga,“ segir hann dularfullur þegar hann er inntur eftir því um hvaða nýjung er að ræða. Auk veitingastaðarins verða blómkálsbotnar framleiddir í auknu magni og seldir í heilsumatvöruverslunum. „Við erum að stefna á að gera það á Íslandi líka svo fólk geti búið til blómkálspítsu heima hjá sér án þess að þurfa að eyða hellingstíma í það,“ segir Unnar Helgi og bætir við að samkvæmt hans vitneskju verði þeir fyrstir allra í heiminum til þess að framleiða blómkálsbotna til sölu. „Ég er búinn að vera að skoða markaðinn vel, sá ekkert svona og hugsaði bara: Já ókei, þarna er ég með eitthvað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júlí.
Matur Tengdar fréttir Útlendingapössun á börum borgarinnar Reykjavík Rocks tekur að sér að sinna forríkum ferðamönnum sem vita ekki aura sinna tal, en þrá að kynnast íslensku næturlífi. Bandaríkjamenn í meirihluta. 1. maí 2015 07:30 Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Arnar Finnur og Unnar Helgi hafa unnið baki brotnu undanfarna mánuði og munu nú bjóða uppá sögufrægasta partý íslandssögunnar. 9. júlí 2015 10:00 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Útlendingapössun á börum borgarinnar Reykjavík Rocks tekur að sér að sinna forríkum ferðamönnum sem vita ekki aura sinna tal, en þrá að kynnast íslensku næturlífi. Bandaríkjamenn í meirihluta. 1. maí 2015 07:30
Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Arnar Finnur og Unnar Helgi hafa unnið baki brotnu undanfarna mánuði og munu nú bjóða uppá sögufrægasta partý íslandssögunnar. 9. júlí 2015 10:00