Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Guðrún Ansnes skrifar 9. júlí 2015 10:00 Félagarnir standa fastar á því en fótunum að þetta verði vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur áður en langt um líður. Vísir/GVA „Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira