Lífið

Verðandi forseti setur húsið sitt á leigumarkaðinn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðni Th. ætlar greinilega ekki að sleppa tökum á nýja húsinu á Seltjarnarnesi.
Guðni Th. ætlar greinilega ekki að sleppa tökum á nýja húsinu á Seltjarnarnesi. Vísir/Fasteignamarkaðurinn
Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti Íslands er greinilega byrjaður að huga að flutning síns og fjölskyldunnar á Bessastaði. Hús hans á Seltjarnarnesi, sem hann lagði nýlega kaup á, hefur er komið á leigumarkaðinn.

Húsið er á Tjarnarstíg og er um 250 fermetrar, á þremur hæðum sé kjallari talinn með og hefur átta herbergi. Húsið var byggt árið 1945. Í því eru þrjú baðherbergi og fimm svefnherbergi.

Með húsinu fylgir afgirt lóð sem er hólfuð niður með trjárunnum. Þar er einnig að finna lítinn kofa og gróðurhús.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er frekar bjart inni í húsinu og töluvert rými fyrir bókahillur og annað.

Innkeyrsla er góð að húsinu og eru svalir sem vísa út að henni. Einmitt þær sömu og Guðni Th. stóð á þegar hann var heimsóttur af stuðningsmönnum sínum daginn eftir kosningar.

Talað er um langtímaleigu og ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að eigendur hússins muni ekki flytja í það aftur að minnsta kosti næstu fjögur árin. Engar hugmyndir um leiguverð eru gefnar upp í auglýsingunni en fasteignamat er rúmar 68 milljónir króna.

Hægt er að skoða auglýsinguna nánar á fasteignavef Vísis.

N
ú er bara spurning um hver vill hafa sjálfan forseta Íslands fyrir leigusala?


Tengdar fréttir

BBC slúðrar um Guðna Th.

Óvæntur íslenskur gestur ratar í sportslúðurpakka breska ríkisútvarpsins BBC í dag þar sem vanalega er að finna nýjustu tíðindi úr íþróttaheiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×