Lífið

Ívar 7 ára: Æfir karate eins og pabbi og dýrkar kettina Stellu og Kára

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ívar dýrkar kettina Kára og Stellu
Ívar dýrkar kettina Kára og Stellu Vísir/Úr einkasafni
Ívar Kolbeinsson er sjö ára og er í Kársnesskóla í Kópavogi. Hann dýrkar Kára, köttinn sinn, og er með gult og hvítt belti í karate.

Í hvaða skóla ertu?

Ég er í Kársnesskóla í Kópavogi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Mér finnst skemmtilegast að leika mér með stóra Star Wars karla og setja þá saman.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu?

Ég er búin að fara á skáknámskeið, hjólabrettanámskeið og á tennis- og leikjanámskeið. Núna er ég í heimsókn hjá ömmu minni í húsinu hennar á Hofsósi. Svo fer ég til Svíþjóðar og Noregs.



Ívar er með hvítt og gult belti í karateVísir/Úr einkasafni
Hver eru áhugamál þín? 

Áhugamál mitt eru tölvuleikir.

Hvað er uppáhalds dýrið þitt? 

Uppáhaldsdýrið mitt eru kettir, sérstaklega Kári, kötturinn minn og Stella, kisan hennar Kötlu systur minnar.

Ertu að æfa eitthvað? 

Já, ég er að æfa karate eins og pabbi minn og er kominn með gult og hvítt belti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×