Frábær blanda hjá frábæru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2016 09:00 Dimitri Payet hefur farið á kostum. vísir/getty Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira