Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 11:30 Pogba er skrautlegur en afskaplega góður leikmaður. vísir/getty Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30