Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:07 Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira