Þarf að bregðast við tengslum við hryðjuverkasamtök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júlí 2016 13:06 Salman Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, vill að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða vegna tengsla hryðjuverkasamtaka við móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi. Osama Krayem, 23 ára sænskur ríkisborgari og meðlimur ISIS , sem handtekinn var í apríl grunaður um aðild að bæði hryðjuverkaárásunum í París og Brussel, starfaði fyrir móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi, Alrisalah. „Það þarf auðvitað að bregðast við þessu. Ég hef varað við þessari stofnun lengi,“ segir Salmann.Umrætt móðurfélag er í Svíþjóð en Stofnun múslima á Íslandi er útibú frá því félagi og stýrt þaðan frá. Krayem starfaði fyrir móðurfélagið í Svíþjóð um tíma en hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum í París í fyrra. Á vefsíðunni Independent segir að DNA af Krayem hafi fundist í íbúð sem árásarmennirnir höfðu haldið til í. Þá segir að hann sé grunaður um að hafa keypt ferðatöskurnar sem geymdu sprengjurnar sem sprungu á flugvellinum í Brussel síðastliðinn mars. Í samtali við sænska ríkissjónvarpið um miðjan apríl sagði Hussein Al Daoudi, stjórnarmaður Alrisalah og stjórnarmaður Stofnunar múslima á Íslandi, að Krayem hafi starfað fyrir þá um tíma en það hafi ekki verið lengi. „Hann var að vinna fyrir þá en ég hef áhyggjur. Ég vil ekki að félag sem hefur einhver tengsl við svona ofstækismenn sé starfandi hérna,“ segir Salmann og bætir við að Ísland gæti vel verið á lista hjá hryðjuverkahópum til dæmis fyrir að hafa samþykkt stríð á hendur Írak árið 2003.Einn vondur en ekki allir „Ef það skeður eitthvað hérna er enginn framtíð fyrir múslima á landinu. Það verður alltaf hræðsla í garð múslima þegar þeir eru glæpamennirnir en það þarf að passa að setja ekki alla undir sama hatt. Til dæmis er íslenskur einstaklingur ekki fulltrúi Íslendinga í heild og ef það er einn sem er vondur þá á það ekki við um alla Íslendinga,“ segir Salmann. Allir stjórnarmenn Stofnunar múslima á Íslandi eru sænskir ríkisborgarar nema framkvæmdarstjórinn, Karim Askari, sem er íslenskur ríkisborgari. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki vita mikið um mál Krayem. Hann hafi verið smiður hjá móðurfélagi Stofnunar múslima en það hafi aðeins verið í tíu daga. Hann sé ekki tengdur við félagið á nokkurn annan hátt. Í svari frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um það hvort verið sé að rannsaka möguleg tengst stofnunarinnar við hryðjuverkasamtök segir að hlutverk greiningardeildarinnar sé að leggja mat á skipulagða glæpastarfsemi og mögulega hættu á hryðjuverkum. Hins vegar tjái deildin sig ekki um einstök mál. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, vill að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða vegna tengsla hryðjuverkasamtaka við móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi. Osama Krayem, 23 ára sænskur ríkisborgari og meðlimur ISIS , sem handtekinn var í apríl grunaður um aðild að bæði hryðjuverkaárásunum í París og Brussel, starfaði fyrir móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi, Alrisalah. „Það þarf auðvitað að bregðast við þessu. Ég hef varað við þessari stofnun lengi,“ segir Salmann.Umrætt móðurfélag er í Svíþjóð en Stofnun múslima á Íslandi er útibú frá því félagi og stýrt þaðan frá. Krayem starfaði fyrir móðurfélagið í Svíþjóð um tíma en hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum í París í fyrra. Á vefsíðunni Independent segir að DNA af Krayem hafi fundist í íbúð sem árásarmennirnir höfðu haldið til í. Þá segir að hann sé grunaður um að hafa keypt ferðatöskurnar sem geymdu sprengjurnar sem sprungu á flugvellinum í Brussel síðastliðinn mars. Í samtali við sænska ríkissjónvarpið um miðjan apríl sagði Hussein Al Daoudi, stjórnarmaður Alrisalah og stjórnarmaður Stofnunar múslima á Íslandi, að Krayem hafi starfað fyrir þá um tíma en það hafi ekki verið lengi. „Hann var að vinna fyrir þá en ég hef áhyggjur. Ég vil ekki að félag sem hefur einhver tengsl við svona ofstækismenn sé starfandi hérna,“ segir Salmann og bætir við að Ísland gæti vel verið á lista hjá hryðjuverkahópum til dæmis fyrir að hafa samþykkt stríð á hendur Írak árið 2003.Einn vondur en ekki allir „Ef það skeður eitthvað hérna er enginn framtíð fyrir múslima á landinu. Það verður alltaf hræðsla í garð múslima þegar þeir eru glæpamennirnir en það þarf að passa að setja ekki alla undir sama hatt. Til dæmis er íslenskur einstaklingur ekki fulltrúi Íslendinga í heild og ef það er einn sem er vondur þá á það ekki við um alla Íslendinga,“ segir Salmann. Allir stjórnarmenn Stofnunar múslima á Íslandi eru sænskir ríkisborgarar nema framkvæmdarstjórinn, Karim Askari, sem er íslenskur ríkisborgari. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki vita mikið um mál Krayem. Hann hafi verið smiður hjá móðurfélagi Stofnunar múslima en það hafi aðeins verið í tíu daga. Hann sé ekki tengdur við félagið á nokkurn annan hátt. Í svari frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um það hvort verið sé að rannsaka möguleg tengst stofnunarinnar við hryðjuverkasamtök segir að hlutverk greiningardeildarinnar sé að leggja mat á skipulagða glæpastarfsemi og mögulega hættu á hryðjuverkum. Hins vegar tjái deildin sig ekki um einstök mál.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira