Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2016 13:45 Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24