Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira