Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Snærós Sindradóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Krafan um nýja stjórnarskrá hefur verið hávær frá hruni árið 2008. Árið 2012 samþykkti meirihluti kjósenda drög að nýrri stjórnarskrá eftir tillögum stjórnlagaráðs. Ekki var vilji til að samþykkja þær tillögur á Alþingi. Tillögur stjórnlaganefndar eru mun umfangsminni en breytingar stjórnlagaráðs. vísir/stefán Nefndarmenn stjórnarskrárnefndar eru í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru forsætisráðherra í gær komi nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Ekki náðust fullar sættir innan nefndarinnar um tillögurnar sem ganga of langt að mati stjórnarflokkanna en of skammt að mati stjórnarandstöðu. „Forsætisráðherra fær þetta núna og ræður hvað hann gerir við það. Það liggur fyrir að það eru ekki margir dagar eftir af starfsáætlun þingsins. Það eru mikil vonbrigði hvað þessi vinna sóttist seint,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKatrín segir að ekki hafi náðst samstaða innan nefndarinnar um breytingar á tillögum stjórnarskrárnefndar eftir að umsagnir um frumvarpsdrögin tóku að berast. „Við ákváðum að skila af okkur því sem við sendum til umsagnar með þeim breytingum sem var samstaða um. Við teljum að það eigi eftir að fara fram miklu ítarlegri umræða um ákveðna þætti sem við hefðum viljað gera í samræmi við umsagnirnar.“ Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Katrín telur að inn í náttúruverndarhlutann vanti grein um vernd ósnortinna víðerna. „Síðan liggur fyrir að þessir þröskuldar í ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu eru nokkuð háir.“Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, segir óvissu um framhald málsins. „Það má segja að stjórnmálaástandið og þær vendingar sem urðu í vor geri það að verkum að málið er komið í annað samhengi vegna yfirvofandi kosninga.“ Hann segir hörð viðbrögð við frumvarpsdrögum í febrúar, sérstaklega frá Pírötum og Samfylkingu, líka geta sett strik í reikninginn. „Nefndin var komin á ákveðinn endapunkt í sínu starfi og á þeim forsendum skiluðum við niðurstöðum til forsætisráðherra. Það gerum við vitandi vits að framhaldið er í mikilli óvissu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi þann 8. maí síðastliðinn að eitt kosningamála flokksins væri stöðugleiki. „Í því felst meðal annars að það verði ekki kollvarpað hér kerfum, það verði ekki tekin upp frá grunni ný stjórnarskrá,“ sagði Bjarni þá. Birgir segir þetta í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum alltaf nálgast málið með þeim hætti að það væri rétt að fara í endurskoðun sem væri áfangaskipt og miðað að því að ná sem mestri samstöðu um þær breytingar sem gerðar yrðu.“ Samkvæmt skilabréfi nefndarinnar voru fjögur málefni í forgangi nefndarinnar. Aðeins eitt þeirra datt út en það var framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. Engin sátt náðist um það atriði.Hvaða breytingar yrðu á stjórnarskrá?Samkvæmt frumvörpum stjórnarskrárnefndar yrðu eftirfarandi breytingar gerðar:Auðlindir Íslands ber að nýta á sjálfbæran hátt. Ríkið hefur eftirlit með meðferð og nýtingu auðlindaNáttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Aldrei má selja gæðin eða veðsetja og enginn fær þau til varanlegra afnotaGjald skal tekið fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem eru þjóðareign. Nýtingarheimildir eru aldrei óafturkallanlegar og leiða ekki til varanlegs eignarréttarSjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi við náttúruverndAlmenningur hefur rétt til upplýsinga um umhverfi sitt og áhrif framkvæmda á það15 prósent kosningabærra manna geta krafist þess að nýstaðfest lög og þingsályktanir verði borin undir þjóðina í bindandi atkvæðagreiðslu. Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin þessari regluTil að hnekkja lögum Alþingis þarf meirihluti í atkvæðagreiðslu að samþykkja það og samsvara 25 prósent kosningabærra manna. Það þýðir að til þess að hnekkja lögum þarf kosningaþátttaka að vera meira en 50 prósent og meirihluti kjósenda að synja lögum gildinguÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Nefndarmenn stjórnarskrárnefndar eru í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru forsætisráðherra í gær komi nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Ekki náðust fullar sættir innan nefndarinnar um tillögurnar sem ganga of langt að mati stjórnarflokkanna en of skammt að mati stjórnarandstöðu. „Forsætisráðherra fær þetta núna og ræður hvað hann gerir við það. Það liggur fyrir að það eru ekki margir dagar eftir af starfsáætlun þingsins. Það eru mikil vonbrigði hvað þessi vinna sóttist seint,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKatrín segir að ekki hafi náðst samstaða innan nefndarinnar um breytingar á tillögum stjórnarskrárnefndar eftir að umsagnir um frumvarpsdrögin tóku að berast. „Við ákváðum að skila af okkur því sem við sendum til umsagnar með þeim breytingum sem var samstaða um. Við teljum að það eigi eftir að fara fram miklu ítarlegri umræða um ákveðna þætti sem við hefðum viljað gera í samræmi við umsagnirnar.“ Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Katrín telur að inn í náttúruverndarhlutann vanti grein um vernd ósnortinna víðerna. „Síðan liggur fyrir að þessir þröskuldar í ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu eru nokkuð háir.“Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, segir óvissu um framhald málsins. „Það má segja að stjórnmálaástandið og þær vendingar sem urðu í vor geri það að verkum að málið er komið í annað samhengi vegna yfirvofandi kosninga.“ Hann segir hörð viðbrögð við frumvarpsdrögum í febrúar, sérstaklega frá Pírötum og Samfylkingu, líka geta sett strik í reikninginn. „Nefndin var komin á ákveðinn endapunkt í sínu starfi og á þeim forsendum skiluðum við niðurstöðum til forsætisráðherra. Það gerum við vitandi vits að framhaldið er í mikilli óvissu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi þann 8. maí síðastliðinn að eitt kosningamála flokksins væri stöðugleiki. „Í því felst meðal annars að það verði ekki kollvarpað hér kerfum, það verði ekki tekin upp frá grunni ný stjórnarskrá,“ sagði Bjarni þá. Birgir segir þetta í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum alltaf nálgast málið með þeim hætti að það væri rétt að fara í endurskoðun sem væri áfangaskipt og miðað að því að ná sem mestri samstöðu um þær breytingar sem gerðar yrðu.“ Samkvæmt skilabréfi nefndarinnar voru fjögur málefni í forgangi nefndarinnar. Aðeins eitt þeirra datt út en það var framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. Engin sátt náðist um það atriði.Hvaða breytingar yrðu á stjórnarskrá?Samkvæmt frumvörpum stjórnarskrárnefndar yrðu eftirfarandi breytingar gerðar:Auðlindir Íslands ber að nýta á sjálfbæran hátt. Ríkið hefur eftirlit með meðferð og nýtingu auðlindaNáttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Aldrei má selja gæðin eða veðsetja og enginn fær þau til varanlegra afnotaGjald skal tekið fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem eru þjóðareign. Nýtingarheimildir eru aldrei óafturkallanlegar og leiða ekki til varanlegs eignarréttarSjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi við náttúruverndAlmenningur hefur rétt til upplýsinga um umhverfi sitt og áhrif framkvæmda á það15 prósent kosningabærra manna geta krafist þess að nýstaðfest lög og þingsályktanir verði borin undir þjóðina í bindandi atkvæðagreiðslu. Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin þessari regluTil að hnekkja lögum Alþingis þarf meirihluti í atkvæðagreiðslu að samþykkja það og samsvara 25 prósent kosningabærra manna. Það þýðir að til þess að hnekkja lögum þarf kosningaþátttaka að vera meira en 50 prósent og meirihluti kjósenda að synja lögum gildinguÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira