Skellti sér í sturtu á bílaþvottaplani og veifaði sprellanum framan í gagnrýnanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2016 10:34 Ferðamennirnir á Egilsstöðum í morgunsárið. Mynd/Garðar Valur Hallfreðsson „Ég var bara í mesta sakleysi mínu á leiðinni í vinnuna,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson, íbúí á Egilsstöðum, sem brá heldur betur í brún í morgunsárið. Garðar sækir vinnu í húsnæði sem stendur við bílaþvottaplan þeirra heimamanna. Tveir ferðamenn höfðu fækkað fötum og nýttu kalda vatnið í kústunum til að skella sér í sturtu. „Ég held að þetta hafi verið Frakkar, mér heyrðist það á þeim,“ segir Garðar Valur sem vinnur í húsi sem stendur við planið. Hann segir það sína upplifun að ferðamenn í sumar hafi verið enn fleiri. Hann hafi þó ekki orðið var við þessa birtingarmynd áður, að ferðamenn skelli sér í sturtu á planinu fyrir utan hjá honum. Köld sturta á Egilsstöðum í morgun.Mynd/Garðar Valur Hallfreðsson Blésu á gagnrýni með félagann að vopni „Það var einhver sem var að veita þeim eitthvað tiltal,“ segir Garðar Valur sem fylgdist með úr fjarlægð. Ferðamennirnir brugðust ekki vel við gagnrýninni. „Annar þeirra hoppaði bara upp á steypuklumpinn og veifaði sprellanum framan í þá, og öskraði eitthvað á þá á frönsku held ég.“ Garðar segist enn vera að átta sig á því að þetta hafi gerst og samstarfsfólk hans hafi hlegið mikið í morgun. „Ég þurfti alveg að nudda augun, ég átti ekki von á þessu.“ Svo skemmtilega vill til að Garðar titlar sjálfan sig njósnara á Já.is og segja má að kappinn hafi staðið undir nafni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég var bara í mesta sakleysi mínu á leiðinni í vinnuna,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson, íbúí á Egilsstöðum, sem brá heldur betur í brún í morgunsárið. Garðar sækir vinnu í húsnæði sem stendur við bílaþvottaplan þeirra heimamanna. Tveir ferðamenn höfðu fækkað fötum og nýttu kalda vatnið í kústunum til að skella sér í sturtu. „Ég held að þetta hafi verið Frakkar, mér heyrðist það á þeim,“ segir Garðar Valur sem vinnur í húsi sem stendur við planið. Hann segir það sína upplifun að ferðamenn í sumar hafi verið enn fleiri. Hann hafi þó ekki orðið var við þessa birtingarmynd áður, að ferðamenn skelli sér í sturtu á planinu fyrir utan hjá honum. Köld sturta á Egilsstöðum í morgun.Mynd/Garðar Valur Hallfreðsson Blésu á gagnrýni með félagann að vopni „Það var einhver sem var að veita þeim eitthvað tiltal,“ segir Garðar Valur sem fylgdist með úr fjarlægð. Ferðamennirnir brugðust ekki vel við gagnrýninni. „Annar þeirra hoppaði bara upp á steypuklumpinn og veifaði sprellanum framan í þá, og öskraði eitthvað á þá á frönsku held ég.“ Garðar segist enn vera að átta sig á því að þetta hafi gerst og samstarfsfólk hans hafi hlegið mikið í morgun. „Ég þurfti alveg að nudda augun, ég átti ekki von á þessu.“ Svo skemmtilega vill til að Garðar titlar sjálfan sig njósnara á Já.is og segja má að kappinn hafi staðið undir nafni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43