Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 16:19 Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu